Leiðin til velgengni - í fjármálum

 


Fyrsta skrefið. Sannleikurinn

Veraldleg leið.

Fyrsta skrefið er að panta ráðgjöf og uppgötva sannleikann. Sannleikan um fjármálastöðuna, sannleika um hvað hægt er að gera til þess að fjármál verði eins og þú villt hafa þau. Sannleikan um hvað þú þarf að tileinka þér svo árangur verði varanlegur. Við stillum fjármálunum upp. Finnum lausnir og gerum aðgerðaráætlun.

Andleg leið.

Fyrsta skrefið getur líka verið námskeiðið: Úr skuldum í jafnvægi.     Námskeiðið sem veitir þér þekkingu og skilning á hvað orsakra góð fjármál og hvað orsakar erfið fjármál. Þú munt sjá samspil tilfinninga og hegðunar við fjármál. Munt skila að varanlegur fjármála bati krefst sjálfsvinnu.

Panta ráðgjöf Kaupa aðgang að - Úrskuldum í jafnvægi Grettistak

Ég vil þakka þér Garðar fyrir frábært námskeið.
Ég hef farið á mörg sjálfstyrkingar námskeið en þetta námskeið hefur hjálpað mér hvað mest. Ég var lengi föst í hræðslunni og trúði því virkilega að staðan mín gæti aldrei orðið betri. Þú hjálpaðir mér að fá sjálfstraust til að greiða úr mínum málum og standa með sjálfri mér. Þar af leiðandi hefur andlega hliðin mín blómstrað síðan. Það er ótrúlegt hvað tilfinningar og fjármál haldast í hendur. Öll ráðin, hvatningin, hugsunarhátturinn og hjálpin er mér ómetanleg. Þetta námskeið opnaði augun mín og mér finnst ég mörgum skrefum nær að eignast það líf sem ég þrái.

Kær kveðja

Rakel Dögg

Draumar og drekar

Ráðgjafaskóli ltv.is

.

Hvað tekur við þegar ég er komin með aðgerðaráætlum.

Er einhver aðstoð  í boði?
Þá setjum við saman þjónustupakka fyrrir hvern og einn. Grunnstoðirnar eru Ráðgjöfin og námskeiðið "Úrskuldum í jafnvægi" - ásamt Hópavinnu.

Sannleikhópurinn

Hópavinna - Veraldleg leið. - Vinnum með fjármálin

Þið mætið í hópavinnu og vinnið með fjármálin samkvæmt aðgerðaráætlun og haldið áfram þangað til markmiðum er náð.

Hópavinnan er á zoom.  Þú ferð í hóp þar sem eru einstaklingar sem eru með svipuð verkefni. Þegar þú hefur náð markmiðum þínum gefst þér kostur á að færa þig í annan hóp þar sem við búum til ný markmið að vinna að. Þú þarft ekki frekar en þú villt að koma fram undir nafni.

Ástarhópurinn

Hópa vinna - Andleg leið

Við erum þáttakendur í veraldlega hópnunm en skráum okkur líka í hóp sem vinnur með andlegan hluta fjármálanna. Okkur dugir ekki að hvaða lausn sem er.  Það er undirliggjandi þörf sem knýr okkur áfram. Þörf sem núna er í höfnun. Við viljum skylja og þekkja þörfina, uppgötva hvað fullnægir henni. Velju í framhaldi þá lausn á fjármálavandanum sem fullnægir þörfinni.  Við lærum að elska sannleikan um okkar fjármál.

Hópavinnan er á zoom.  Þú ferð í hóp þar sem eru einstaklingar sem eru með svipuð verkefni. Þegar þú hefur náð markmiðum þínum gefst þér kostur á að færa þig í annan hóp þar sem við búum til ný markmið að vinna að. Þú þarft ekki frekar en þú villt að koma fram undir nafni.

Einkaþjálfun. 

Í einkaþjálfun hefur hefur þú aðganga að námskeiðinu: Úr skuldum í jafnvægi, sannleikshópnum og Ástarhópnum . Færð einkatíma, aðgerðaráætlun fyrir hvern mánuð, handleiðslu og stuðning. Í hverju þetta felst fer eftir viðfangsefnum hvers og eins, Er síbreytilegt vegna þess að markmið breytast við hvern sigur sem vinnst. 

Þjónusta.

Þjónusta okkar er fjölbreytt. Sumir stofna fyrirtæki og faðstoð við það, við kennum þér að halda utan um bókhaldið og skila vaskskýrslum. Kennum þér hvernig þú borgar þér laun og hvað annað sem þarf svo þú fótir þig í eigin rekstri.