Leiðin til velgengni

ltv stigi

Þroskaganga.


Fjármálastaða fólks ræðst gjarnan af fjármálaþroska þess. Skipta má fjármálaþroska í sjö stig sem varða veginn að velgengni og er ríkjandi hugsun og hegðun í takt við skilgreiningu hvers stigs fyrir sig. Hugsun-hegðun-fjármálastaða. Það er auðvelt að sjá hvar einstaklingur er staddur í þessu þroskaferli með því að skoða stöðu viðkomandi. Hægt að festast árum saman á hverju þroskastigi. Markmiðið með þessum skrifum er að veita fólki skilning og verkfæri til að hraða þessari göngu og gera hana skilvirkari.

Á hverju stigi eða þrepi eru tveir pólar, - mínus og plús. Í mínus-pól er það ríkjandi  hugsun sem heldur viðkomandi föstum á sama stigi. Plús-póllinn lýsir hvaða hugsun þarf að tileinka sér til að losna af þrepinu og upp á það næsta. Þegar það gerist myndast ekki lengur fjármálavandi sem afleiðing af þeim hugsunum sem einkenna mínus-pólinn.

Fyrsta þrep í þroskagöngunni kallast Ánauð. Það næsta Óreiða, þá Skuldir, Jafnvægi, Áhætta, Ástríða og loks Velgengni.

Við bjóðum þér lýsingu á þessari hugmyndafræði þér að kostnaðarlausu..