Fjármálaráðgjöf

Fyrst velur þú tímann.

Þegar því er lokið er þér gefin kostur á að ganga frá greiðslu fyrir tímann. Ef þú nýtir ekki þann möguleika gengur þú frá greiðslu í upphafi ráðgjafatímans.

Leiðin til velgengni

“Hann Garðar er gull af manni , hann hjálpaði mér þegar að enga aðstoð var að fá í kerfinu nema með margra mánaða bið. Hann hjálpaði mér að leysa úr skulda flækju sem ég hafði safnað upp sem var að valda mér miklum kvíða.
Í dag er búið að greiða úr þessari flækju mest megnis og kvíðinn farinn og ég sé loksins ljós í endann á mínum fjármálum.
Er ómetanlega þakklát fyrir hann og það sem hann gerði og hefur gert fyrir mig ”

Vanskil

Ertu með vanskil og vanlíðan  og vilt komast út úr þeirri  stöðu. Viltu líf þar sem allt er í skilum og upplifa fjárhagslegt öryggi. Þá pantar þú tíma núna.

Fjármál í jafnvægi

Er allt í skilum og allt í lagi, nema að það myndast aldrei afgangur. Þreyttur á óvæntum útgjöldum, leiður vegna þess að draumar eru fjarlægir. Hvar eru ævintýrin gleðin og næringin? Handan við hornið ef þú pantar tíma núna.

Rekstur

Ertu að hugsa um að starta sjálfstæðum rekstri. Kannski lagður af stað en finnst erfitt að fóta þig. Ert til í að umgjörðin um reksturinn sé þannig að hún virkar og athygli þín getur verið á því sem þú ert að bjóða. Þá pantar þú tíma núna.