Þjónusta

Hvaða þjónustu fólk þarf er einstaklingsbundið. 

Engin tvö fjármál eru eins og aðstæður misjafnar.

Markmið allra er að koma fjármálum í lag og tryggja að sá árangur sé varanlegur.

Við hjálpum til með því að styðja við bakið á ykkur óháð því hvernig þið vinnið verkið. í grófum dráttum er þjónusta okkar svona:

  • Gera vinnuaðferðir og vinnutæki aðgengileg.
  • Gerum þekkinguna aðgengilega með námskeiðum, ráðgjöf, vídeóum , skrifuðum texta og vikulegum fyrirspurnartímum.
  • Stuðningur. Vikulega eru verkefna og umræðu tímar þar sem við sækjum okkur stuðning til að leysa úr okkar málum.
  • Annast samskipti og samninga í flóknum málum. Gera framtöl sækja um niðurfellingar eða samfélagsþjónustu. Útbúa kröfu um gjaldþrotaskipti. Hvað sem upp kann að koma hjá hverjum og einum.


Vinnutæki 

Hér sækja Þeir sem vilja vinna verkefnin sjálfstætt vinnutækin og vinnuaðferðirnar.

Fræðsla.

Fræðsla sem tengist hugmyndafræðinni Leiðinn til velgengni

Verð: 0 kr.

Stuðningur -hóptímar

Vikulega eru verkefna og umræðu tímar þar sem við sækjum okkur stuðning til að leysa úr okkar málum.


Aðstoð með samskipti

Annast samskipti og samninga  í flóknum málum. Gera framtöl sækja um niðurfellingar eða samfélagsþjónustu. Útbúa kröfu um gjaldþrotaskipti. Hvað sem upp kann að koma hjá hverjum og einum.

.

“Ég tók fjármála námskeið hjá Garðari þegar var búin að missa allt sem ég átti og þurfti að endurskoða allt mitt líf og sérstaklega fjármálin. Ég fór í gjaldþrot og eftir það hefur mér gengið mjög vel. Námskeiðið kenndi mér að halda utan um það sem ég fæ og einnig hef ég ætið síðan borgað þá reikninga alltaf 1 hvers mánaðar. Lífið hefur verið ansi gott eftir þetta og hefur mér tekist að eiga ofan í mig og á ásamt því að hafa eignast bíl sem ég á skuldlaust og er nú að fara að kaupa hlut í fyrirtæki ”

Ég mæli með þessu fyrir alla

Tinna Aðalbjörnsdóttir