Þjónusta

Hvaða þjónustu fólk þarf er einstaklingsbundið. 

Engin tvö fjármál eru eins og aðstæður misjafnar.

Markmið allra er að koma fjármálum í lag og tryggja að sá árangur sé varanlegur.

Við hjálpum til með því að styðja við bakið á ykkur óháð því hvernig þið vinnið verkið. í grófum dráttum er þjónusta okkar svona:

  • Gera vinnuaðferðir og vinnutæki aðgengileg.
  • Gerum þekkinguna aðgengilega með námskeiðum, ráðgjöf, vídeóum og skrifuðum texta.
  • Gerum aðgerðaráætlun sem unnið er eftir.
  • Veitum handleiðslu og stuðning í gegnum hópavinnu og ráðgjafatímum
  • Annast samskipti og samninga í flóknum málum. Gera framtöl sækja um niðurfellingar eða samfélagsþjónustu. Útbúa kröfu um gjaldþrotaskipti. Hvað sem upp kann að koma hjá hverjum og einum.

“Ég tók fjármála námskeið hjá Garðari þegar var búin að missa allt sem ég átti og þurfti að endurskoða allt mitt líf og sérstaklega fjármálin. Ég fór í gjaldþrot og eftir það hefur mér gengið mjög vel. Námskeiðið kenndi mér að halda utan um það sem ég fæ og einnig hef ég ætið síðan borgað þá reikninga alltaf 1 hvers mánaðar. Lífið hefur verið ansi gott eftir þetta og hefur mér tekist að eiga ofan í mig og á ásamt því að hafa eignast bíl sem ég á skuldlaust og er nú að fara að kaupa hlut í fyrirtæki ”

Ég mæli með þessu fyrir alla

Tinna Aðalbjörnsdóttir

Hópavinna - Veraldleg leið. - Vinnum með fjármálin

Þið mætið í hópavinnu og vinnið með fjármálin samkvæmt aðgerðaráætlun og haldið áfram þangað til markmiðum er náð.

Hópavinnan er á zoom.  Þú ferð í hóp þar sem eru einstaklingar sem eru með svipuð verkefni. Þegar þú hefur náð markmiðum þínum gefst þér kostur á að færa þig í annan hóp þar sem við búum til ný markmið að vinna að. Þú þarft ekki frekar en þú villt að koma fram undir nafni.

Hópa vinna - Andleg leið

Við erum þáttakendur í veraldlega hópnunm en skráum okkur líka í hóp sem vinnur með andlegan hluta fjármálanna. Okkur dugir ekki að hvaða lausn sem er.  Það er undirliggjandi þörf sem knýr okkur áfram. Þörf sem núna er í höfnun. Við viljum skylja og þekkja þörfina, uppgötva hvað fullnægir henni. Velju í framhaldi þá lausn á fjármálavandanum sem fullnægir þörfinni.  Við lærum að elska sannleikan um okkar fjármál.

Hópavinnan er á zoom.  Þú ferð í hóp þar sem eru einstaklingar sem eru með svipuð verkefni. Þegar þú hefur náð markmiðum þínum gefst þér kostur á að færa þig í annan hóp þar sem við búum til ný markmið að vinna að. Þú þarft ekki frekar en þú villt að koma fram undir nafni.

Einkaþjálfun. 

Í einkaþjálfun hefur hefur þú aðganga að námskeiðinu: Úr skuldum í jafnvægi, sannleikshópnum og Ástarhópnum . Færð einkatíma, aðgerðaráætlun fyrir hvern mánuð, handleiðslu og stuðning. Í hverju þetta felst fer eftir viðfangsefnum hvers og eins, Er síbreytilegt vegna þess að markmið breytast við hvern sigur sem vinnst. 

Þjónusta fyrir sjálfstæðan rekstur

Þjónusta okkar er fjölbreytt. Sumir stofna fyrirtæki og faðstoð við það, við kennum þér að halda utan um bókhaldið og skila vaskskýrslum. Kennum þér hvernig þú borgar þér laun og hvað annað sem þarf svo þú fótir þig í eigin rekstri.