Þjónusta
Hvaða þjónustu fólk þarf er einstaklingsbundið.
Engin tvö fjármál eru eins og aðstæður misjafnar.
Markmið allra er að koma fjármálum í lag og tryggja að sá árangur sé varanlegur.
Við hjálpum til með því að styðja við bakið á ykkur óháð því hvernig þið vinnið verkið. í grófum dráttum er þjónusta okkar svona:
- Gera vinnuaðferðir og vinnutæki aðgengileg.
- Gerum þekkinguna aðgengilega með námskeiðum, ráðgjöf, vídeóum , skrifuðum texta og vikulegum fyrirspurnartímum.
- Stuðningur. Vikulega eru verkefna og umræðu tímar þar sem við sækjum okkur stuðning til að leysa úr okkar málum.
- Annast samskipti og samninga í flóknum málum. Gera framtöl sækja um niðurfellingar eða samfélagsþjónustu. Útbúa kröfu um gjaldþrotaskipti. Hvað sem upp kann að koma hjá hverjum og einum.

Aðstoð með samskipti
Annast samskipti og samninga í flóknum málum. Gera framtöl sækja um niðurfellingar eða samfélagsþjónustu. Útbúa kröfu um gjaldþrotaskipti. Hvað sem upp kann að koma hjá hverjum og einum.
.
“Ég tók fjármála námskeið hjá Garðari þegar var búin að missa allt sem ég átti og þurfti að endurskoða allt mitt líf og sérstaklega fjármálin. Ég fór í gjaldþrot og eftir það hefur mér gengið mjög vel. Námskeiðið kenndi mér að halda utan um það sem ég fæ og einnig hef ég ætið síðan borgað þá reikninga alltaf 1 hvers mánaðar. Lífið hefur verið ansi gott eftir þetta og hefur mér tekist að eiga ofan í mig og á ásamt því að hafa eignast bíl sem ég á skuldlaust og er nú að fara að kaupa hlut í fyrirtæki ”