Við eru fjármálaráðgjafar.
Fjármál eru veraldleg og tengjast öllu sem við gerum.
Þegar fjármál eru í lagi verður flest veraldlegt auðvelt.
Með einföldum verkfærum og vinnuaðferðum kennum við þér að koma erfiðri fjárhagsstöðu í lag.
Fjármál eru andleg.
Það sem þarf að gera til að laga fjármál er einfalt.
Kannski er verkefnið að segja nei við einhvern.
Ef andlega staðan getur ekki leyft þér að segja nei, er vinna orðin flóknari.
Hér veitum við stuðning og aðferðir til að fást við andlega þáttinn.
Veitum þjónustu við úrlausn verkefna sem fólk getur ekki gert sjálft.
Við bjóðum:
Námskeið - þjónustu - ráðgjöf

“Árið 2017 vorum við fjölskyldan á miklum tímamótum í mínu lífi og vorum við komin í mikin vítahring í okkar fjármálum, við náðum að halda boltanum rúllandi en til þess þurfti mikla vinnu en það var ekkert afgangs , hvorki peningar né orka.
Ég hitti Kötu þegar ég er í endurhæfingu í samvinnu Reykjanesbæ þar sem hún var að halda námskeið, út frá námskeiðinu fór ég í einkatíma hjá henni og fékk ég manninn minn til að koma með mér þangað til að skoða okkar fjármál.
Hún fór svakalega vel í gegnum þetta með okkur og útskýrði okkar stöðu vel fyrir okkur , hún benti okkur á leiðir sem voru í boði fyrir okkur en valið var alltaf okkar. Við erum núna 5 árum seinna búin að læra margt í kringum okkar fjármál og því hefur fylgt mikill andlegur þroski. Á þessum árum höfum við leitað til Kötu með allskonar spurningar og pælingar og hefur hún reynst okkur svakalega vel Við mælum hiklaust með þessari einföldu og frábæru leið til að öðlast fræðslu og kunnáttu i fjármálum og því andlegu ferðalagi sem því fylgir.
”
Rakel Ósk Heimisdóttir