
Ráðgjafaskóli LTV
Nám í fjármálaráðgjöf
Verð: 660.000 krónur
Nám í fjármálaráðgjöf.
Mikil þörf er fyrir fjármálaráðgjafa sem kunna að hjálpa fólki út úr fjárhagsörðuleikum. Hjálpa fólki út úr stöðu sem veldur vanlíðan og kvíða. Mynda með þeim stöðu þar sem fjármál ganga upp frá mánuði til mánaðar. Skuldbindingar greiðast á réttum tíma og nægur afgangur fyrir neyslu og leik.
Hver erum við?
Að koma fjármálum í lag er mikilvægur þáttur í bataferli. Undanfarna áratugi hefur Leiðin til velgengni ehf. sinnt þessu hluta endurhæfingar í mörgum ef ekki flestum endurhæfingarúrræðum landsins. Rannsóknir sýna að starfsaðferðir okkar skila árangri sem við getum verið stolt af. Sýna að Við kunnu að hjálpa fólki út úr fjárhagsvanda.
Við erum fullbókuð ár eftir ár. Við sjáum bara eina leið til að geta hjálpað fleirum og sú leið er að fjölga ráðgjöfum. Þess vegna bjóðum við nám í fjármálaráðgjöf.
Námið er byggt á hugmyndafræðinni Leiðin til velgengni. Markmiðið er að nemendur geti veitt fjármálaráðgjöf og kennt námskeiðið „Úr skuldum í jafnvægi“ að námi loknu.
Námslýsing.
Námið er tvær annir og skiptist í þrjár lotur og hver lota er fimm vikur.
Að námi loknu eiga nemendur að geta kennt námskeiðið: “Úr skuldum í jafnvægi“ og veitt fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Hvernig námskeiðið er kennt og hvernig ráðgjöf er veitt er byggt á hugmyndafræðinni Leiðin til velgengni.
Fyrsta lota
Kynnast hugmyndafræðinni og vinnuaðferðum með því að vinna með eigin fjármál.
Hefst mánudaginn 11.september 2023 og líkur þriðjudaginn 10. Október 2023
Nemendur sitja námskeiðið „Úr skuldum í jafnvægi“ og gera heimaverkefnin sem því fylgja. Farið er í ástæður þess að fjármálavandi myndast og hvað þarf til að leysa vandann svo varanlegur árangur náist. Nemendur tileinka sér vinnubrögðin og hugmyndafræðina með því að vinna með sín eigin fjármál.
Fyrirkomulag.
- Á mánudögum frá kl 17:00 til 19:00 eru fyrirlestra í húsnæði okkar að Merkurgötu 9, 220 Hafnarfirði.
- Fyrirlestrarnir eru sendir út á Zoom fyrir þá sem ekki komast á staðinn.
- Viku fyrir hvern fyrirlestur opnast fyrir sama fyrirlestaefni á netinu. Tveir fyrirlestra frá tveimur mismunandi kennurum. Hver fyrirlestur er aðgengilegur í 12 daga.
- Á þriðjudögum eru verkefnatímar að Merkurgötu frá klukkan 17:00 til 19:00
- Verkefna tímarnir verða sendir út á zoom.
- Verkefni hverrar viku ásamt leiðbeiningum eru er á netútgáfunni af fyrirlestrunum.
- Það verður lokaður facebookhópur sem umræðu vettvangur.
- Nemendur eru hvattir til að halda dagbók. Gott að vita hvað þið genguð í gegnum á námskeiðinu þegar kemur að því að skrifa ykkar eigið námskeið.
Önnur lota.
Nú lærum við að beita sömu aðferðum til að vinna með fjármál annara.
Lotan hefst mánudaginn 16. október 2023 og líkur þriðjudaginn 7. nóvember. 2023.
- Á mánudögum frá kl 17:00 til 19:00 eru fyrirlestra í húsnæði okkar að Merkurgötu 9, 220 Hafnarfirði.
- Fyrirlestrarnir eru sendir út á Zoom fyrir þá sem ekki komast á staðinn.
- Viku fyrir hvern fyrirlestur opnast fyrir sama fyrirlestaefni á netinu. Hver fyrirlestur er aðgengilegur í 12 daga.
- Á þriðjudögum eru verkefnatímar að Merkurgötu frá klukkan 17:00 til 19:00
- Verkefna tímarnir verða sendir út á zoom.
- Verkefni hverrar viku ásamt leiðbeiningum eru er á netútgáfunni af fyrirlestrunum.
- Það verður lokaður facebookhópur sem umræðu vettvangur.
Við skoðum:
Hvernig fyrsta viðtal er.
Hvernig vandinn er uppgötvaður.
Hvernig við greinum vandan.
Hvernig er við gerum aðgerðaráætlun.
Hvernig er forgangsraðað.
Farið í hvernig fólki eru sett verkefni sem eru viðráðanleg og í takt við þeirra fjármálaþroska.
Farið í úrlausnir á mismunandi tegundum skulda og mismunandi skuldastöðum.
Hvernig er leyst úr einstökum skuldum, t.d. skattaskuldum, námslánum, meðlagsskuldum, dómsektum, sakarkostnaði o. s. frv. Það eru mismunandi lausnir til og lærum að velja þá sem hentar í hvert sinn.
Hvaða lausnir eru til þegar horft er á heildarmynd fármálavandans. Gjaldþrot. Umboðsmaður skuldara, nauðasamningar o.s.frv.
Við sjáum til þess að á þriðjudögum sé fólk á staðnum sem þarf aðstoð með sín fjármál. Þið hjálpið þeim að uppgötva vandann, greina hann og gera aðgerðar áætlun. Kynnist þannig mismunandi fólki með mismunandi fjármál. Kynnist fólki sem er mis vel í stakk búið til að fást við fjármál.
Við sjáum til þess að það sé handleiðsla á staðnum fyrir ykkur.
Þessi verkefni verður hægt að leysa í gegnum zoom fundi
Þegar lotunni líkur halda þriðjudags fundirnir áfram og þið hafi ótakmarkað aðgengi að þeim til að öðlast reynslu og færni.
Þriðja lota.
Nemendur skrifa sitt eigið námskeið.
Þið mætið í hópastarfið og mátið og prófið hugmyndir ykkar og kennslu aðferðir.
Nú lærum við að hjálpa þeim sem eru komin með aðgerðaráætlun og eru að reyna að framkvæma hana.
Lotan hefst mánudaginn 29. janúar 2024 og líkur þriðjudaginn 27. febrúar 2024 20. mars 2023.
Fólk er komið í hóp með öðru fólki sem er að fást við verkefni sama eðlis. Á hverjum þriðjudegi veljið þið ykkur hóp og hlustið og takið þátt. Heyrið hvaða hugsun er ríkjandi. Hvaða hegðun og hvaða tilfinningar. Heyrð mismunandi afsakanir og sjálfsblekkingar. Freistið þess að ná til þeirra og hjálpa þeim að skilja. Hérna eru er verið að vinna aðgerðaráætlun en nú koma andlegar og tilfinningalegar hindranir í ljós.
- Á mánudögum frá kl 17:00 til 19:00 eru fyrirlestra í húsnæði okkar að Merkurgötu 9, 220 Hafnarfirði.
- Fyrirlestrarnir eru sendir út á Zoom fyrir þá sem ekki komast á staðinn.
- Viku fyrir hvern fyrirlestur opnast fyrir sama fyrirlestaefni á netinu. Hver fyrirlestur er aðgengilegur í 12 daga.
- Á þriðjudögum eru hóptímar að Merkurgötu frá klukkan 17:00 til 19:00
- Hóptímarnir verða sendir út á zoom.
- Það verður lokaður facebookhópur sem umræðu vettvangur.
Við skoðum:
Við skoðum undirliggjandi þarfir á hverju þroskastigi fjármála.
Skoðum hvernig við getum sett fyrir heimaverkefni á milli hópfunda sem hjálpa til við að breyta sýn fólksins og þannig auðvelda þeim að vinna aðgerðar áætlun sína.
Vinnustaðir sem ætla að senda fleiri en einn starfsmann og sækja um styrk úr
starfsmenntasjóð er bent á að hafa samband með tölvupósti og skrá sig þannig.
40.000 króna afsláttur ef þú skráir þig fyrir 10 ágúst.
Í framhaldi höfum við samband við þig og göngum frá greiðslutilhögun sem hentar þér.